Starfsfólk Dýraþjónustu Reykjavíkur hefur staðið í ströngu undanfarið vegna fuglaflensufaraldurs sem herjar á fugla, einkum gæsir, og vilja þau koma skilaboðum á framfæri til borgarbúa. Dýraþjónusta Reykjavíkur mun sjá um þjónustu vegna þessa á öllu höfuðborgarsvæðinu í samstarfi við Matvælastofnun. Hægt er að hringja í Dýraþjónustuna frá klukkan 9 til 21 á virkum dögum og frá klukkan 9 til 17 um helgar í síma 822 7820 eða senda tölvupóst á netfangið dyr@reykjavik.is. Sjá nánar á vef Reykjavíkurborgar.
.