Nú erum við fræðslufreyjur óðum að detta í haust- og vetrargírinn og hlökkum til að taka á móti áhugasömum skólahópum á komandi skólaári. Hér á síðunni eru nánari upplýsingar um þau námskeið sem í boði eru fyrir skólahópa. Við hvetjum kennara til að kynna sér kostina og setja sig svo í samband við okkur. Kennarar bóka með því að senda okkur póst á namskeid@husdyragardur.is. Gott er að eftirfarandi komi fram í póstinum: Nafn skóla og tengiliðs, hvaða námskeiði er óskað eftir, óskatíma og dagsetningu og fjöldi nemenda (fjöldatakmarkanir eru mismunandi eftir námskeiðum).
Kennsla í garðinum fer að langmestu leyti fram utandyra eða í útihúsunum og því er gott að líta til veðurs áður en til heimsóknar kemur.
Við hlökkum til að heyra í ykkur,
Unnur og Guðrún Pálína og öll hin í Húsdýragarðinum.