Á uppstigningardag (9.maí) og helgina 11. og 12. maí verður opið í hringekjunni Heiðrúnu og rugguskipinu Elliða frá kl. 12 til 16:30 en opnunartími garðsins er alla daga frá kl. 10 til 17. Aðgangur í leiktækin fylgir aðgangseyri.
Sumaropnun í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum hefst þann 1.júní og þá lengist opnunartíminn um klukkustund og frá þeim degi verður opið frá kl. 10 til 18. Leiktæki sem þurfa mönnunar við verða opin alla daga vikunnar frá og með 1.júní.
Fram að sumaropnun er þó stefnt að því að hafa einhver leiktæki opin um helgar og aðra frídaga frá kl. 12 til 16:30.
Veitingasala í garðinum í sumar er í höndum Bæjarins Beztu og þar á bæ hefur sumrinu verið þjófstartað. Þar er nú opið alla daga á opnunartíma garðsins.