Mönnuðu leiktæki Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið lokuð í vetur en eru nú að týnast inn eitt af öðru. Önnur bíða þess að skipt verði um varahluti sem eru væntanlegir til landsins.
Um helgina (17. og 18. maí) verður opið í hringekju, lest og rugguskipinu Elliða allan opnunartímann, frá kl. 10 til 17. Hefðbundin dagskrá verður í kringum dýrin og veitingasala Bæjarins Beztu opin. Við minnum gesti á að hafa sólarvörnina meðferðis ásamt góða skapinu og njóta veðurblíðunnar sem er í kortunum.