Laugardaginn 1.júní lengist opnunartíminn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum um klukkustund og opið verður alla daga frá kl. 10 til 18 til og með 18.ágúst. Leiktækin verða opin alla daga vikunnar frá 1.júní til 18. ágúst og aðgangur í tækin er innifalinn í aðgangseyri.
Dagskrá í kringum dýrin tekur örlitlum breytingum og verður sem hér segir.
10:30 Hreindýrum gefið
11:00 Selum gefið
11:30 Refum og minkum gefið
15:30 Hreindýrum gefið
15:45 Dýrum í smádýrahúsi gefið
16:00 Selum gefið
17:00 Svínum og nautgripum gefið
17:15 Refum gefið