Lengri opnunartími um helgar á aðventunni

20.nóvember 2025

Ég er að lesa

Lengri opnunartími um helgar á aðventunni

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er nú fagurlega skreyttur hundruðum þúsunda jólaljósa og fólk og dýr óðum að komast í mikið jólaskap. Garðurinn verður opinn lengur á laugardögum og sunnudögum á aðventunni eða frá kl. 10 til 20. Aðventuhelgarnar eru 29. og 30. nóvember og helgar í desember til jóla.

Kerti og eldar munu loga víða um garð síðdegis á laugardögum og sunnudögum og gestum verður boðið í hringekjuna frá kl. 16 til 20. Dagskrá í kringum dýrin verður með jólablæ og eflaust kærkomið hjá mörgum að hvíla sig á amstri jólaundirbúningsins í kringum dýrin. Jólakötturinn verður á sínum stað alla daga og seinni partinn hefst dagskráin á því að hreindýrunum er gefið kl. 15:30 og lýkur í fjósinu kl. 16:30 en þess á milli er smádýrum og selum gefið. Fræðslufreyjur lesa jólakattasögu í fjósinu alla virka daga frá 15. til 19. desember kl. 10 og 10:30.

Stilltir og heilsuhraustir hundar, skráðir hjá sveitarfélagi, eru velkomnir með í heimsókn í garðinn alla miðvikudaga og á aðventunni verða þeir einnig velkomnir með alla sunnudaga, það er 30. nóvember og 7., 14. og 21. desember. Þeir skulu vera í stuttum taum og á ábyrgð fullorðins.

Bæjarins Beztu verða með opið um helgar og lofa jólastemningu þar sem mögulega verður hægt að grípa í spil og  föndra eitthvað í rólegheitum.

Sauðfé garðsins verður rúið laugardaginn 29. nóvember þegar Jón bóndi í Mófellsstaðakoti mætir með klippurnar. Hann hefst handa kl. 15:00 og verður við störf fram undir kvöld.

Skólahljómsveit Grafarvogs mun skemmta gestum sunnudaginn 7. desember kl. 17:30 og Skólahljómsveit Árbæjar og Breiðholts laugardaginn 13. desember og sunnudaginn 14. desember kl. 17:30.

Virka daga verður opið frá kl. 10 til 17 en á aðfangadag, gamlársdag og nýársdag verður opið frá 10 til 15 og lokað á jóladag. Hefðbundinn aðgangseyrir verður allan desember.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.