Mauragangur í Jóladalnum

10.desember 2024

Ég er að lesa

Mauragangur í Jóladalnum

Maurar kíkja í heimsókn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn sunnudaginn 15. desember. Frá kl. 15:30 til 18 geta forvitnir gestir svalað forvitninni, skoðað heillandi einkenni mauranna og fengið betri skilning á stórkostlegu samfélagi þessara félagslyndu skordýra. Maurarnir verða í skriðdýrahúsinu milli fjóssins og fjárhússins. Viðburðurinn er í samstarfi við Háskóla Íslands.

Opið verður til kl. 20 alla helgina (föstudag til sunnudags) og ókeypis inn frá kl. 17 í boði Hverfisins míns. Á kvöldopnunum verður hægt að fara í hringekjuna, heimsækja dýrin, matarvagnar verða í garðinum, jólatónlist mun óma og jólaljósin skapa réttu stemninguna en hundruð þúsunda jólaljósa eru um allan garð. Opið er aðra daga vikunnar frá kl. 10 til 17.
Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.