Miðvikudagar eru hundadagar

12.apríl 2023

Ég er að lesa

Miðvikudagar eru hundadagar

Hundar sem eru stilltir og skráðir hjá sveitarfélagi eru velkomnir með í heimsókn í Fjölskyldugarðinn á miðvikudögum. Hundarnir skulu bera merki sveitarfélags á hálsól, vera fullfrískir, fullbólusettir, ormahreinsaðir og í stuttum taumi. Fylgdarfólk er beðið að koma hundum úr aðstæðum sem eru streituvaldandi fyrir fólk, hunda eða önnur dýr. Dýrin í garðinum eru misspennt fyrir hundum og því eru gestkomandi hundar ekki leyfðir innandyra og á það einkum við nú þegar vorboðar eru væntanlegir í heiminn á allra næstu dögum í fjárhúsunum. Það er lítið mál að skrá hundana sína í Reykjavík þar sem öll skráning er rafræn á www.island.is og hvetur Dýraþjónusta Reykjavíkur öll sem eiga það eftir að drífa í því. 

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.