Nautgripir garðsins fara út að viðra sig alla daga ársins en í morgun, 24.maí fengu þau í fyrsta sinn í ár að fara út á græna grasið. Það varð kátt á hjalla og mikið um rassaköst og öll slettu hressilega úr klaufunum. Nautgripir garðsins eru fjórir, uxinn Hringur, kýrnar Mæling og Eyja og nautkálfurinn Askur undan Eyju.
