Nyrðri ekkja í Grafarvogi.

11.september 2024

Ég er að lesa

Nyrðri ekkja í Grafarvogi.

Dýraþjónusta Reykjavíkur sem vinnur ýmis verkefni í samstarfi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn fær til sín alls kyns skjólstæðinga á hverju ári og koma þeir frá ýmsum afkimum heimsins.
Nýlega sótti starfsmaður Dýraþjónustunnar þessa glæsilegu könguló í Grafarvoginn þar sem hún hafði flust til fjölskyldu einnar með vínberjaklasa frá draumaríkinu Kaliforníu.
Köngulóin reyndist vera ein af undirtegundum hinnar goðsagnakenndu Svörtu ekkju, að öllum líkindum Nyrðri ekkja (Northern Black widow) sem á latínu nefnist Latrodectus variolous.
Það er ekki ofsögum sagt að þessi skepna inniheldur afar öflugt taugaeitur sem hún gefur frá sér við bit. Það er þó sjaldnast banvænt, þar sem magnið er lítið, en afar sársaukafullt.
Sem betur fer er þessi tegund hins vegar hlédræg með eindæmum og lítið fyrir að bíta fólk. Á myndinni er ekkjan ásamt nokkrum eggjum hennar sem hún varðveitir af ákefð. Náttúrufræðistofnun hefur nú fengið ekkjuna til frekari greiningar og varðveislu.
Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.