Í dag komu nokkrar skemmtilegar stelpur úr Flataskóla í heimsókn í garðinn. Stelpurnar sem eru í 4.bekk eru á lokametrunum í undirbúningi fyrir þátttöku í „Schoolovision“ sem er eins konar „Eurovision“ grunnskólanemenda í Evrópu. Keppnin er haldin undir hatti „eTwinning“ samstarfsins.
Lagið sem þær hyggjast senda er OK, lag Langa Sela og Skuggana sem varð í öðru sæti í undankeppni Eurovision fyrr í vetur. Þær hafa þó aðeins átt við textann og lagið heitir hjá þeim Ó GEIT. Þær eru greinilega metnaðarfullar því eins og sjá má á meðfylgjandi mynd eru þær klæddar í stíl, hafa æft dansa og hlotið raddþjálfun hjá Jógvan Hansen undanfarið.
Áhugasöm geta séð lagið hér: https://youtu.be/nXkhZLes0o8
Við óskum þeim velfarnaðar í keppninni.