Öll velkomin á Fjölmenningardaginn

11.maí 2023

Ég er að lesa

Öll velkomin á Fjölmenningardaginn

Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn umbreytist í Menningargarðinn næstkomandi laugardag 13.maí þegar haldið verður upp á Fjölmenningardaginn í garðinum. Ókeypis aðgangur verður í garðinn þennan dag og hvetjum við öll til að mæta. Þar verður margbreytileika mannlífsins fagnað með fjölbreyttri dagskrá og uppákomum. Fjöldi fólks leggur sitt að mörkum til hátíðarinnar en það eru svokallaðir sendiherrar í Breiðholti sem skipuleggja daginn.

Sendiherrarnir teygja anga sína um alla borg en um grasrótarverkefni er að ræða sem hófst í Breiðholti fyrir rúmum tveimur árum. Verkefnið stuðlar að því að tengja hina ýmsu mál- og menningarhópa við samfélagið. Við upphaf verkefnisins voru sendiherrarnir sjö frá jafnmörgum mál- og menningarhópum en eru í dag 21 frá 14 mál- og menningarhópum. Hlutverk þeirra er til dæmis mikilvægt þegar kemur að því að miðla upplýsingum um þjónustu Reykjavíkurborgar til sinna samfélagshópa. Nánari upplýsingar um þennan skemmtilega dag má finna hér.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.