Opið alla Hvítasunnuhelgina

16.maí 2024

Ég er að lesa

Opið alla Hvítasunnuhelgina

Opið verður alla Hvítasunnuhelgina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá kl. 10 til 17. Dýrin verða á sínum stað og dagskrá í kringum þau hefðbundin (sjá neðar). Við biðjum gesti að sýna tillitssemi í kringum nýbornu lömbin sem og aðra íbúa garðsins. Nýlega var hafist handa við að bera á beitarstykkin og þau eru því ekki tilbúin til beitar og dýrin að mestu inni þó öll fari út meðan þrifið er að morgni áður en garðurinn opnar.

Opið verður í hringekju og Elliða (rugguskipinu) frá kl. 12 til 16:30 alla helgina (18. til 20. maí) og veitingasala Bæjarins Beztu verður opin. Aðgangur í tækin er innifalin í aðgangseyri. Ath. áður hafði Mjölnir (sleggjan) verið auglýstur opinn en því miður tókst það ekki.

Sumaropnun hefst í garðinum laugardaginn 1.júní og frá þeim degi verður opið í öll leiktæki alla daga vikunnar til 18. ágúst þegar vetraropnun hefst að nýju. Þangað til verða einhver leiktæki opin um helgar og aðra frídaga.

Dýradagskrá

Kl. 10:00 Garðurinn opnaður

Kl. 10:30 Hreindýrum gefið og þau kynnt

Kl. 11:00 Selum gefið og þeir kynntir

Kl. 11:30 Refum og minkum gefið og þeir kynntir

Kl. 14:00 Fróðleiksstund, hefst við selalaugina

Kl. 15:30 Hreindýrum gefið og þau kynnt

Kl. 15:45 Gefið í smádýrahúsi

Kl. 16:00 Selum gefið og þeir kynntir

Kl. 16:30 Svínum og nautgripum gefið og þau kynnt

Kl. 17:00 Garðinum lokað

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.