Opið verður alla Hvítasunnuhelgina í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum frá kl. 10 til 17. Dýrin verða á sínum stað og dagskrá í kringum þau hefðbundin (sjá neðar). Við biðjum gesti að sýna tillitssemi í kringum nýbornu lömbin sem og aðra íbúa garðsins. Nýlega var hafist handa við að bera á beitarstykkin og þau eru því ekki tilbúin til beitar og dýrin að mestu inni þó öll fari út meðan þrifið er að morgni áður en garðurinn opnar.
Opið verður í hringekju og Elliða (rugguskipinu) frá kl. 12 til 16:30 alla helgina (18. til 20. maí) og veitingasala Bæjarins Beztu verður opin. Aðgangur í tækin er innifalin í aðgangseyri. Ath. áður hafði Mjölnir (sleggjan) verið auglýstur opinn en því miður tókst það ekki.
Sumaropnun hefst í garðinum laugardaginn 1.júní og frá þeim degi verður opið í öll leiktæki alla daga vikunnar til 18. ágúst þegar vetraropnun hefst að nýju. Þangað til verða einhver leiktæki opin um helgar og aðra frídaga.
Dýradagskrá
Kl. 10:00 Garðurinn opnaður
Kl. 10:30 Hreindýrum gefið og þau kynnt
Kl. 11:00 Selum gefið og þeir kynntir
Kl. 11:30 Refum og minkum gefið og þeir kynntir
Kl. 14:00 Fróðleiksstund, hefst við selalaugina
Kl. 15:30 Hreindýrum gefið og þau kynnt
Kl. 15:45 Gefið í smádýrahúsi
Kl. 16:00 Selum gefið og þeir kynntir
Kl. 16:30 Svínum og nautgripum gefið og þau kynnt
Kl. 17:00 Garðinum lokað