Það verður opið í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum alla páskadagana frá kl. 10 til 17, sem og dagana fyrir og eftir páska og hefðbundin dagskrá í kringum dýrin. Opið verður í hringekjunni og rugguskipinu Elliða* frá Skírdegi (28.mars) til og með annars dags páska (1.apríl) frá kl. 12:00 til 16:30. Krúttlegir kiðlingar taka á móti gestum í fjárhúsinu og önnur dýr verða í páskaskapi.
*Ef frosts gætir verður ekki hægt að hafa Elliða opinn.
Veitingasala Bæjarins beztu pylsa (BBP) verður opin frá 26.mars til 1.apríl og í samstarfi við Nóa Siríus ætla BBP að bjóða upp á páskaeggjaleit dagana 26. til 31.mars. Hægt verður að leita á opnunartíma garðsins og hefðbundinn aðgangseyrir gildir. Sjá www.mu.is. Faldir verða litlir gullsteinar í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sem hægt verður að skipta út fyrir páskaegg hjá Bæjarins Beztu í garðinum en þar verður opið alla páskana. Það verða einnig 5 páskaegg númer 7 frá Nóa Síríus dregin úr potti. Eina sem þarf að gera er að skrifa nafn og símanúmer og skila í pottinn sem verður hjá Bæjarins Beztu í garðinum.
*Ef frosts gætir verður ekki hægt að hafa Elliða opinn.