Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verður opinn frá kl. 10 til 18 alla verslunarmannahelgina. Leiktækin verða opin (nema Sleggjan), dýrin taka auðvitað á móti gestum og veitingasala Bæjarins Beztu verður opin.
Tívolí Tónleikar á þriðjudögum halda svo áfram eftir versló þegar Karítas Óðins og Nussun stíga á svið þriðjudaginn 5. ágúst kl. 15.
Þegar líða tekur á ágúst breytist starfsemi garðsins þegar sumarstarfsfólkið fer að týnast í skóla. Frá og með 18. ágúst verður reynt að hafa einhver tæki opin virka daga út ágúst og í fleiri tækjum um helgar út september.