Nú þegar að skólaárið fer að hefjast fara tækin sem þarfnast starfsfólks í garðinum bráðlega í vetrardvala og sumarstarfólkið flest í skóla. Þar af leiðandi förum við að draga saman seglin í garðinum.
Opið verður alla daga á milli 10:00 – 18:00 til og með sunnudeginum 20. ágúst.
Breyting verður þó 21. ágúst, en þá verður opið alla daga á milli 10:00-17:00 og lokað verður í tækjum á virkum dögum. Tækin verða hins vegar opin allar helgar út ágúst.
Einnig mun vera gert hlé á fróðleiksstundum á virkum dögum frá og með 21. ágúst. En starfsfólk fræðsludeildar mun þá sinna hefðbundinni fræðslu í garðinum.