Opnunartími Fjölskyldu- og húsdýragarðsins tekur hefðbundnum síðsumarsbreytingum þann 19. ágúst. Frá og með þeim degi verður opið alla daga frá kl. 10 til 17 í stað 10 til 18 nú. Leiktæki sem þurfa mönnunar við verða einnig lokuð á virkum dögum frá og með þeim degi en opin um helgar eftir því sem veður og aðrar aðstæður leyfa fram á haust. Leiksvæði Fjölskyldugarðsins verður eftir sem áður opið með þeim tækjum og svæðum sem ekki þurfa mönnunar starfsfólks við.
