Garðurinn verður opinn alla páskana frá kl. 10 til 17 og opið í hringekju frá kl. 12 til 16 (6. til 10.apríl 2023). Veitingasala Bæjarins Beztu Pylsna verður opin og dýrin auðvitað heima við. Um áramótin voru gerðar breytingar á gjaldskrá garðsins. Nú gildir aðgangseyrir bæði inn í garðinn og í leiktækin og hefur sölu skemmtimiða og dagpassa því eðlilega verið hætt.
Sameiginleg barna- og fjölskylduguðsþjónusta Laugardalsprestakalls verður haldin á Páskadag, 9.apríl kl. 11 í veitingaskálanum í garðinum. Umsjón með stundinni hafa séra Helga Kolbeinsdóttir og séra Sigurður Jónsson ásamt Emmu Eyþórsdóttur og Þorsteini Jónssyni, leiðtogum í barnastarfi Ás og Laugarnessókna. Samverustundin hefst við selalaugina kl. 11 en þá fá selirnir að éta og þaðan verður haldið til guðsþjónustu í skálanum.
Dagskrá í kringum dýrin er eftirfarandi.
10:30 Hreindýrum gefið
11:00 Selum gefið
11:15 Gefið í smádýrahúsi
11:30 Refum og minkum gefið
14:00 Fróðleiksstund um helgar og helgidaga, hefst við selalaugina
15:30 Hreindýrum gefið
16:00 Selum gefið
16:30 Gefið í fjósi