Opnunartími um páskana

4.apríl 2023

Ég er að lesa

Opnunartími um páskana

Garðurinn verður opinn alla páskana frá kl. 10 til 17 og opið í hringekju frá kl. 12 til 16 (6. til 10.apríl 2023). Veitingasala Bæjarins Beztu Pylsna verður opin og dýrin auðvitað heima við. Um áramótin voru gerðar breytingar á gjaldskrá garðsins. Nú gildir aðgangseyrir bæði inn í garðinn og í leiktækin og hefur sölu skemmtimiða og dagpassa því eðlilega verið hætt.

Sameiginleg barna- og fjölskylduguðsþjónusta Laugardalsprestakalls verður haldin á Páskadag, 9.apríl  kl. 11 í veitingaskálanum í garðinum. Umsjón með stundinni hafa séra Helga Kolbeinsdóttir og séra Sigurður Jónsson ásamt Emmu Eyþórsdóttur og Þorsteini Jónssyni, leiðtogum í barnastarfi Ás og Laugarnessókna. Samverustundin hefst við selalaugina kl. 11 en þá fá selirnir að éta og þaðan verður haldið til guðsþjónustu í skálanum.

Dagskrá í kringum dýrin er eftirfarandi.

10:30 Hreindýrum gefið

11:00 Selum gefið

11:15 Gefið í smádýrahúsi

11:30 Refum og minkum gefið

14:00 Fróðleiksstund um helgar og helgidaga, hefst við selalaugina

15:30 Hreindýrum gefið

16:00 Selum gefið

16:30 Gefið í fjósi

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.