Sauðburður er hafinn

10.maí 2024

Ég er að lesa

Sauðburður er hafinn

Sauðburður hófst í morgun (10.maí) þegar ærin Dokka bar lambakóngi og lambadrottningu. Það eru fyrstu lömb á hverjum bæ sem fá þessa konunglegu titla. Faðirinn er hrúturinn Jökull sem bíður rétt eins og starfsfólk garðsins fleiri lamba sem væntanleg eru á næstu dögum.
Móðurhlutverkið fer Dokku vel en hún dvelur nú á afmörkuðu svæði í kindastíunni meðan hún myndar góð og sterk tengsl við lömbin tvö.
Um leið og ær hefur borið lambi sínu eða lömbum í heiminn tekur hún við að kara afkvæmin. Það þýðir að hún sleikir slím og blóð af þeim og setur þar með lykt sína á lömbin. Ærin þekkir svo í framhaldinu lömb sín á lyktinni. Lamb er 3-4 kg að þyngd þegar það kemur í heiminn eða álíka þungt og nýfætt barn.
Líkt og alltaf biðjum við gesti að sýna ungviðinu sem og öðrum íbúum garðsins fyllstu tillitssemi.
Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.