Sauðburður er hafinn

7.maí 2025

Ég er að lesa

Sauðburður er hafinn

Ærin Hetta fagnaði sumrinu þegar hún bar þremur fallegum gimbrum á þriðja degi sumars, laugardaginn 26. apríl. Sauðburður hélt svo áfram þegar ærin Tvenna bar tveimur hrútum, þann 6. maí. Geitburði lauk á milli þessara tveggja burða þegar huðnan Gríma bar hafri á Verkalýðsdaginn og Alþjóðlegum degi íslenska hestsins þann 1.maí.

Sauðburður er annasamur tími á sauðfjárbúum þar sem fjöldi áa telur í nokkrum tugum og hundruðum en í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum er fjöldinn heldur minni. Sauðburður heldur áfram næstu daga og við munum flytja fréttir af honum jafnóðum. Féð er nú þegar byrjað að fara út á beitarstykki í stuttan tíma dag hvern en tíminn eykst eftir því sem nær dregur sumri.

Ærin Hetta og þrílembingarnir

Tvennan hennar Tvennu

Verkalýðshafurinn hennar Grímu

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.