Sauðfé Fjölskyldu- og húsdýragarðsins verður rúið laugardaginn 9. mars frá klukkan 13 til 16. Jón bóndi í Mófellsstaðakoti mun halda um klippurnar. Þegar rúið er á þessum tíma árs er snoðið klippt en síðast var rúið í upphafi aðventu og Jón rúði einnig þá. Jón rýir á laugardaginn sex ær, þrjár gimbrar og hrútinn Jökul.
Sögnin að rýja vefst fyrir mörgum og þá er gott að geta reitt sig á góðan vef líkt og vef Árnastofnunar.