Sauðfé rúið og lengri opnunartími

25.nóvember 2025

Ég er að lesa

Sauðfé rúið og lengri opnunartími

Laugardaginn 29. nóvember mun Jón bóndi í Mófellsstaðakoti mæta með klippurnar til að rýja sauðfé garðsins og unnið verður úr ullinni af handverksfólki jafn óðum. Rúningur hefur verið vel sóttur enda bæði fróðlegt og skemmtilegt að sjá snillinginn Jón og handverksfólkið að störfum. Búist er við að verkinu ljúki upp úr kl. 18 en þá verður upplagt að ganga um jólaljósaskreyttan garðinn í myrkrinu.

Jólakötturinn verður á sínum stað og kerti og eldar víða um garð síðdegis á laugardögum og sunnudögum. Bæjarins Beztu ætla að vera með jólalegar veitingar í kaffihúsinu og dagskráin í kringum dýrin verður með jólablæ. Opið verður frá kl. 10 til 20 á laugardögum og sunnudögum á aðventunni. Aðra daga verður opið frá kl. 10 til 17, nema aðfangadag, gamlársdag og nýársdag verður opið frá kl. 10 til 15 og lokað á jóladag. Hefðbundinn aðgangseyrir verður allan desember.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.