Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn verður opinn á Sumardaginn fyrsta frá kl. 10 til 17.
Skátafélögin Garðbúar í Fossvogi, Landnemar í Hlíðunum og Skjöldungar í Laugardal bjóða gestum upp á skemmtilegt skátafjör í tilefni dagsins. Dagskrá skátanna hefst kl. 14. en þeir ætla að bjóða upp á klifurturn, hoppukastala, trönubyggingar og útieldun. Hefðbundinn aðgangseyrir gildir.
Gleðilegt sumar öll sem eitt.