Skólahópar

AÐ SJÁ - AÐ LÆRA - AÐ VERA - AÐ GERA

Fræðsla fyrir nemendur í leik- og grunnskólum Reykjavíkurborgar

Samningur milli Skóla- og frístundasviðs (SFS) Reykjavíkurborgar og Fjölskyldu – og húsdýragarðs veitir nemendum í leik- og grunnskólum borgarinnar ókeypis aðgang að garðinum á skólatíma. Frístundaheimili fá ókeypis aðgang að garðinum meðan á frístundastarfi stendur á grunnskólaárinu en greiða 300 krónur pr. barn á sumarstarfstíma. Nemendur í skólum utan Reykjavíkurborgar greiða samkvæmt gjaldskrá sem finna má á neðst á síðunni.
Kynntu þér námskeiðin okkar.

Námskeið og leiðsagnir í boði til 9.maí 2025

Líkt og undanfarin ár ætlar starfsfólk garðsins að gera hlé á námskeiðum og leiðsögnum frá 9.maí 2025 og út grunnskólaárið. Þess í stað verður boðið upp á tvær til þrjár opnar fróðleiksstundir hvern virka dag á tímabilinu. Á fróðleiksstundum mæta áhugasöm og fræðast um dýrin í garðinum en hvaða dýr eru tekin fyrir ræðst af veðri, stemningu og fjölda gesta hverju sinni. 

Aðsókn í garðinn að vori er mikil og með þessu fyrirkomulagi nær starfsfólk að þjónusta fjöldann betur en annars. 

Húsdýrin okkar

Frekari upplýsingar +

Húsdýrin okkar

Öll helstu íslensku húsdýrin í má finna í Húsdýragarðinum. Á þessu námskeiði er leikskólakrökkum boðið að skoða dýrin og kynnast þeim einstaklingum sem búa í garðinum. Þar læra þau um fjölskyldugerð, nytjar og helstu einkenni dýranna. Hámarksfjöldi nemenda í hverri leiðsögn er 20 og hægt er að bóka tvo hópa í senn. Námskeiðið er um 40 mínútur.

Fræðsla fyrir leikskólahópa

Húsdýrin okkar

Húsdýrin okkar

Lýsing fræðslu​
Húsdýragarðurinn býður leikskólabörnum að koma og fræðast um íslensku húsdýrin. Lögð er áhersla á helstu einkenni dýranna, nytjar og fjölskyldugerð. ​
Fyrirkomulag​
Starfsmenn garðsins leiða hópinn um svæðið, kynna börnunum fyrir dýrunum, miðla upplýsingum og svara spurningum. .
Lengd: 40 mínútur
Hámarksfjöldi nemenda í hóp: 20 börn
Fjöldi hópa: 2
Aldur: Leikskólastig

Hugrakkir krakkar

Hugrakkir krakkar

Lýsing fræðslu​
Í húsdýragarðinum leynast framandi dýr sem ekki finnast í íslenskri náttúru. Leikskólabörn fá hér tækifæri til að skoða og fræðast um skordýr, skriðdýr og froskdýr. ​
Fyrirkomulag​
Starfsmaður tekur á móti hópnum og leiðir þau inn í leyndardóma framandi dýra garðsins. Börnin fá að skoða dýrin náið og þeir hugrökku fá ennfremur tækifæri til þess að halda á útvöldum dýrum.
Lengd: 40 mínútur
Hámarksfjöldi nemenda í hóp: 12 börn
Fjöldi hópa: 1
Aldur: Leikskólastig

Hugrakkir krakkar

Frekari upplýsingar +

Hugrakkir krakkar

Ýmis framandi dýr sem ekki finnast í íslenskri náttúru eiga heima í garðinum. Skordýr, skriðdýr og froskdýr eru kynnt fyrir krökkunum og þau fá að handfjatla einhver þeirra. Þetta námskeið hentar best fyrir elstu börnin á leikskólanum. Hámarksfjöldi í Hugrakka krakka eru 10 börn. Námskeiðið er um 40 mínútur og aðeins er hægt að bóka einn hóp í einu.

Almenn og sérsniðin leiðsögn

Almenn og sérsniðin leiðsögn

Almenn leiðsögn​
Húsdýragarðurinn býður upp á almenna leiðsögn, fyrir allan aldur, um garðinn. Starfsmaður leiðir hópinn um svæðið og kynnir hann fyrir öllum dýrum garðsins; húsdýrum, villtum dýr og framandi dýrum. ​
Sérsniðin leiðsögn​
Einnig er hægt að óska eftir sérsniðinni leiðsögn með áherslu á ákveðin dýr.
Lengd: 40 mínútur
Hámarksfjöldi nemenda í hóp: 20 börn
Fjöldi hópa: 2
Aldur: Leikskólastig

Almenn og sérsniðin leiðsögn

Frekari upplýsingar +

Almenn og sérsniðin leiðsögn

Boðið er upp á almenna leiðsögn um húsdýr, villt dýr og framandi dýr í garðinum. Einnig er hægt að fá sérsniðnar leiðsagnir með áherslu á ákveðin dýr sé þess óskað. Hámarksfjöldi nemenda í hverri leiðsögn er 20 og hægt er að bóka tvo hópa í senn.

Fræðsla fyrir yngsta stig í grunnskóla

Húsdýrin, nytjar og lifnaðarhættir

Lýsing fræðslu

Húsdýragarðurinn býður upp á fræðslu um íslensku húsdýrin fyrir yngsta stig grunnskóla. Fræðslan tengist eftirfarandi námsefni;

  • Komdu og skoðaðu hvað dýrin gera
  • Vefur um íslensku húsdýrin

Starfsmaður leiðir hópinn um garðinn, fræðir hann um lifnaðarhætti og nytjar íslensku húsdýranna.

Lengd: 60 mínútur.

Tími: 09:45-10:45

Hámarksfjöldi í hóp: 26 börn

Fjöldi hópa: 2

Aldur: Yngsta stig grunnskóla

Athugið að fræðslan hentar best fyrir 3. bekk grunnskóla.

Almenn og sérsniðin leiðsögn

Almenn leiðsögn

Húsdýragarðurinn býður upp á almenna leiðsögn, fyrir allan aldur, um garðinn. Starfsmaður leiðir hópinn um svæðið og kynnir hann fyrir öllum dýrum garðsins; húsdýrum, villtum dýr og framandi dýrum.

Sérsniðin leiðsögn

Einnig er hægt að óska eftir sérsniðinni leiðsögn með áherslu á ákveðin dýr.

Lengd: 60 mínútur.

Hámarksfjöldi í hóp: 26 börn

Fjöldi hópa: 2

Aldur: Grunnskólastig

Fræðsla fyrir miðstig í grunnskóla

Vinnumorgun fyrir 6. bekk í grunnskóla

Vinnumorgun fyrir 6. bekk í grunnskóla

Lýsing fræðslu​
Húsdýragarðurinn býður nemendum 6. bekkja að taka til hendinni í garðinum og fá innsýn inn í almenn landbúnaðarstörf. Nemendur fá tækifæri til að taka þátt í umhirðu dýra ásamt því að fræðast um þau.
​ Vinnumorgunn er vinsælasta fræðslan frá opnun garðsins.​
Framkvæmd​
Tekið er á móti nemendahópnum og honum skipt í þrjá minni hópa. Hver hópur fær að sinna dýrum í fjósi, fjárhúsi og villtum dýrum. Í lok leiðsagnar kynna nemendur það sem þau lærðu fyrir samnemendum sínum. ​
Lengd: 2 klst. 45 mín
Tími: 07:45 – 10:30​
Vikudagar: þriðjudagar og fimmtudagar​
Hámarksfjöldi í hóp: 24 börn (skipt í 3 minni hópa)​
Aldur: 6. bekkur grunnskóla​ ​ ​

Vinnumorgun fyrir 6. bekk í grunnskóla

Frekari upplýsingar +

Vinnumorgun fyrir 6. bekk í grunnskóla

Á þessu námskeiði fá nemendur tækifæri til að taka þátt í umhirðu dýra, fræðast um þau og læra um landbúnaðarstörf almennt. Þetta er vinsælasta námskeiðið frá opnun garðsins. Námskeiðin fara fram á þriðjudögum og fimmtudögum og hefjast kl. 07:45. Einn bekkur (hámark 24 nemendur) kemst að í hvern morgun. Bekknum er skipt í þrjá hópa og þeir fá að sinna dýrum í fjósi, fjárhúsi og villtum dýrum. Í lok leiðsagnarinnar kynna nemendur það sem þau lærðu fyrir samnemendum sínum og vinnu lýkur um 10:30.

Dýrin og skynfærin

Dýrin og skynfærin

Lýsing
Húsdýragarðurinn býður nemendum miðstigs upp á verklega fræðslu um skynfæri dýra. ​
Fyrirkomulag
Starfsmaður tekur á móti hópnum og skoðar með þeim hvernig dýrin skynja umhverfi sitt. ​
Lengd: 60 mín ​
Tími: 10:00-11:00 // 11:00-12:00​
Vikudagar: Allir virkir dagar​
Hámarksfjöldi í hóp: 26 börn ​
Fjöldi hópa: 2​
Aldur: Miðstig grunnskóla

Dýrin og skynfærin

Frekari upplýsingar +

Dýrin og skynfærin

Nemendur í miðstigi grunnskóla læra almennt um skynfæri dýra. Því bjóðum við upp á námskeið þar sem dýrin eru skoðuð nánar og fjallað um hvernig þau skynja umhverfi sitt. Leiðsögnin er um klukkutími og hámarksfjöldi nemenda í hópi eru um 26. Hægt er að bóka um 2-3 hópa í senn.

Almenn og sérsniðin leiðsögn

Almenn og sérsniðin leiðsögn

Almenn leiðsögn​
Húsdýragarðurinn býður upp á almenna leiðsögn, fyrir allan aldur, um garðinn. Starfsmaður leiðir hópinn um svæðið og kynnir hann fyrir öllum dýrum garðsins; húsdýrum, villtum dýr og framandi dýrum. ​
Sérsniðin leiðsögn​
Einnig er hægt að óska eftir sérsniðinni leiðsögn með áherslu á ákveðin dýr.
Lengd: 60 mínútur
Hámarksfjöldi nemenda í hóp: 26 börn
Fjöldi hópa: 2
Aldur: Grunnskólastig

Almenn og sérsniðin leiðsögn

Frekari upplýsingar +

Almenn og sérsniðin leiðsögn

Boðið er upp á almenna leiðsögn fyrir alla aldurshópa sem tekur um klukkustund. Ef verið er að fjalla um ákveðið viðfangsefni í skólanum, er hægt að hafa samband við fræðsludeildina og óska eftir sérhæfðri leiðsögn. Hámarksfjöldi nemenda í hópi eru um 26 og hægt er að bóka um 2-3 hópa í senn.

Námskeið fyrir efsta stig í grunnskóla

Framandi dýr

Vinsamlega ath skriðdýrhúsið er lokað vegna útbóta og því tímabundið ekki hægt að bóka þetta námskeið.

Lýsing fræðslu

Húsdýragarðurinn býður nemendum á unglingastigi að kynnast framandi dýrum og fræðast um mismunandi aðlögunarhæfni þeirra eftir búsvæðum.

Fyrirkomulag

Starfsmaður tekur á móti hópnum og leiðir þau inn í leyndardóma framandi dýra garðsins. Börnin fræðast um skordýr, skriðdýr og froskdýr, fá að skoða þau náið og snerta.

Lengd: 40 mínútur

Tími: 10:00-11:00 // 11:00-12:00

Vikudagar: Allir virkir dagar

Hámarksfjöldi í hóp: 20 börn

Fjöldi hópa: 1

Aldur: 8.-10. bekkur

 

Villt íslensk spendýr

Lýsing fræðslu

Húsdýragarðurinn býður nemendum í 8.-10. bekk að skoða og fræðast nánar um villt spendýr.

Fyrirkomulag

Starfsmaður fræðir nemendur um lifnaðarhætti og hegðun villtra íslenskra spendýra og skoðar með þeim villtu dýr garðsins; refur, minkur, selir, hreindýr

Lengd: 60 mínútur.

Tími: 10:00-11:00 // 11:00-12:00

Vikudagar: Allir virkir dagar

Hámarksfjöldi í hóp: 26 börn

Fjöldi hópa: 2

Aldur: 8.-10. bekkur

Almenn og sérsniðin leiðsögn

Almenn leiðsögn

Húsdýragarðurinn býður upp á almenna leiðsögn, fyrir allan aldur, um garðinn. Starfsmaður leiðir hópinn um svæðið og kynnir hann fyrir öllum dýrum garðsins; húsdýrum, villtum dýr og framandi dýrum.

Sérsniðin leiðsögn

Einnig er hægt að óska eftir sérsniðinni leiðsögn með áherslu á ákveðin dýr.

Lengd: 60 mínútur.

Hámarksfjöldi í hóp: 26 börn

Fjöldi hópa: 2

Aldur: Grunnskólastig

Fræðsludeild

Fræðsludeild hefur verið starfandi innan garðsins frá upphafi. Í boði eru námskeið fyrir leik- og grunnskóla sem ýmist fara fram í leiðsagnarformi eða nemendur fá að upplifa á eigin skinni (hands on). Við viljum gjarnan að kennarar taki þátt í heimsókninni og séu starfsmönnum garðsins innan handar. Þá hvetjum við kennara til að undirbúa heimsóknina vel þannig að upplifunin af vettvangsferðinni nýtist þeim sem best í skólastarfinu.

Við hvetjum kennara til að kynna sér kostina og setja sig svo í samband við okkur vilji þeir bóka. Kennarar bóka með því að senda okkur póst á namskeid@husdyragardur.is. Gott er að eftirfarandi komi fram í póstinum: Nafn skóla og tengiliðs, hvaða námskeiði er óskað eftir, óskatími og dagsetning og fjöldi nemenda (fjöldatakmarkanir eru mismunandi eftir námskeiðum).

Gjaldskrá

KR
4.000

Húsdýrin okkar. Hugrakkir krakkar

Leikskólar utan Reykjavíkurborgar greiða fyrir leiðsögnina og aðgangseyri samkvæmt gjaldskrá.
KR
5.000

Almenn leiðsögn. Húsdýrin, nytjar og lifnaðarhættir. Dýrin og skynfærin. Framandi dýr. Villt íslensk spendýr

Grunnskólar utan Reykjavíkurborgar greiða fyrir leiðsögnina og aðgangseyri samkvæmt gjaldskrá.

KR
8.500

Vinnumorgunn

Grunnskólar utan Reykjavíkurborgar greiða fyrir leiðsögnina og aðgangseyri samkvæmt gjaldskrá.
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.