Í smáforritinu (appinu) „Húsdýragarðurinn – Viskuslóð“ eru leiðsagnir um garðinn fyrir öll stig leik- og grunnskóla. Smáforritið er bæði í AppStore og Play Store og var unnið af Locatify. Skannið kóðann hér að neðan til að komast beint í snjallbúðirnar í ykkar snjalltæki til að hlaða niður appinu.
Með tilkomu smáforritsins geta fleiri skólahópar notið leiðsagnar heldur en þau sem ná að bóka hjá fræðslufreyjum garðsins. Leiðsagnir hjá fræðsludeildinni eru umsetnar á vinsælustu tímunum, sérstaklega þegar nálgast vormánuði.
Við hlökkum til að þróa það enn frekar fyrir fróðleiksfúst fólk á öllum aldri sem vill vita meira og meira um dýrin.
