Um síðustu áramót var gerð sú breyting á gjaldskrá Fjölskyldu- og húsdýragarðsins að sölu á skemmtimiðum og dagpössum í leiktækin var hætt. Aðgangseyrir gildir því einnig í leiktækin á opnunartíma þeirra.
Á seldum skemmtimiðum segir að þeir fáist ekki endurgreiddir en ákveðið hefur verið koma til móts við þau sem eiga eitthvað magn af miðum. Út árið 2023 gilda þrír gamlir skemmtimiðar sem 50% upp í óskertan aðgangseyri fyrir einn gest. Ekki verður hægt að greiða aðgangseyri að fullu með sex skemmtimiðum og ekki verður hægt nota afsláttinn með öðrum tilboðum.