Sumargestirnir Hvellhetta og Skoppa.

17.júlí 2023

Ég er að lesa

Sumargestirnir Hvellhetta og Skoppa.

Mæðgurnar Hvellhetta og Skoppa eru komnar til sumardvalar í garðinum. Hvellhetta er 7 vetra undan Herkúles frá Ragnheiðarstöðum og Sólu frá Feti og faðir Skoppu er Ljósvaka sonurinn Ljósvíkingur frá Hamarsey. Það má bæta því við Þytur okkar er undan Hákoni frá Ragnheiðarstöðum sem er samfeðra Herkúlesi föður Hvellhettu ….. það er því að detta í ættarmót !
Við biðjum gesti að sýna mæðgunum tillitssemi.

Hryssa gengur með folaldið í 11 mánuði en afar sjaldgæft að hryssa eignist fleiri en 1 folald í einu. Þegar hryssa eignast folald er talað um að hún kasti sem hefur þá sömu merkingu og þegar kona fæðir barn. Folaldið þiggur móðurmjólkina fyrstu mánuði ævi sinnar en mjólk hryssunnar er kölluð kaplamjólk.

 

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.