Þriðjudaga frá 15. júlí til 12. ágúst verður gestum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins boðið á fjölskyldutónleika frá klukkan 15 til 16. Ungt og upprennandi tónlistarfólk mun þar hita upp fyrir reyndari úr bransanum.
Tilvalið að mæta snemma, njóta þess að leika sér í garðinum, fá sér pylsur eða súpu hjá Bæjarins Beztu og heimsækja dýrin. Tónleikarnir verða haldnir á Víkingavöllum sem eru nærri hringekjunni. Að tónleikum loknum geta gestir haldið áfram að njóta þess sem garðurinn býður upp á en opið er frá kl. 10 til 18 alla daga. Hefðbundinn aðgangseyrir gildir.
Dagskrá tónleikaraðarinnar er sem hér segir.
- 15. júlí: Maron Birnir og Emmsjé Gauti
- 22. júlí: Klara Einars og Húbba Búbba
- 29. júlí: Katrín Myrra og Una Torfa
- 5. ágúst: Karítas Óðins og Nussun
- 12. ágúst: Maron Birnir og Aron Can
Kynnir verður Ólympíufarinn Elva Björg Gunnarsdóttir og Lalli Töframaður