Tivolí Tónleikar

10.júlí 2025

Ég er að lesa

Tivolí Tónleikar

Þriðjudaga frá 15. júlí til 12. ágúst verður gestum Fjölskyldu- og húsdýragarðsins boðið á fjölskyldutónleika frá klukkan 15 til 16. Ungt og upprennandi tónlistarfólk mun þar hita upp fyrir reyndari úr bransanum.

Tilvalið að mæta snemma, njóta þess að leika sér í garðinum, fá sér pylsur eða súpu hjá Bæjarins Beztu og heimsækja dýrin. Tónleikarnir verða haldnir á Víkingavöllum sem eru nærri hringekjunni. Að tónleikum loknum geta gestir haldið áfram að njóta þess sem garðurinn býður upp á en opið er frá kl. 10 til 18 alla daga. Hefðbundinn aðgangseyrir gildir.

Dagskrá tónleikaraðarinnar er sem hér segir.

  • 15. júlí: Maron Birnir og Emmsjé Gauti
  • 22. júlí: Klara Einars og Húbba Búbba
  • 29. júlí: Katrín Myrra og Una Torfa
  • 5. ágúst: Karítas Óðins og Nussun
  • 12. ágúst: Maron Birnir og Aron Can

Kynnir verður Ólympíufarinn Elva Björg Gunnarsdóttir og Lalli Töframaður

 

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.