Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn er opinn alla daga og þar með einnig á Uppstigningardag (29.maí). Þá verða leiktækin hringekjan, lestin, sleggjan og bátarnir opin á opnunartíma frá kl. 10 til 17 og hefðbundin dagskrá í kringum dýrin.
Laugardaginn 31. maí breytist opnunartíminn þegar opið verður alla daga frá kl. 10 til 18 og sumardagskrá í garðinum tekur við. Frá og með þeim degi verða leiktæki opin alla daga og dagskrá í kringum dýrin breytist lítillega.
Þann sama dag verður Uppskeruhátíð Skólahljómsveita Reykjavíkur haldin í garðinum og þá geta gestir dillað sér við lúðrablástur og notið marseringa ungu snillinganna sem skipa skólahljómsveitirnar. Dagskrá uppskeruhátíðarinnar verður frá kl. 13 til 16:30.