Pylsa með öllu, engu eða sumu?

3.apríl 2023

Ég er að lesa

Pylsa með öllu, engu eða sumu?

Í vor og sumar verður veitingasala í garðinum í höndum Bæjarins Beztu Pylsna. Á boðstólnum verða alls kyns veitingar en þjóðarétturinn pylsa verður auðvitað í aðalhlutverki, með öllu, engu eða sumu. Hægt verður að kaupa veitingar til að borða í veitingaskálanum en einnig til að taka með og grilla á útigrillinu við Iðavelli í Fjölskyldugarðinum. Bæjarins Beztu þarf ef til vill ekki að kynna fyrir fólki en fyrirtækið er eitt elsta fyrirtækið í miðborg Reykjavíkur, stofnað árið 1937 og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar frá upphafi. Pylsuvagninn í miðborginni er þekktasta útibú Bæjarins Beztu en þar hafa mörg smakkað þennan þjóðarrétt Íslendinga, þeirra á meðal er Bill Clinton fyrrverandi Bandaríkjaforseti og James Hetfield söngvari Metallica.

Bæjarins Beztu eru nú að koma sér fyrir í Kaffihúsinu og stefna að því að opna um páskana.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.