Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn (FHG) auglýsir eftir starfsmanni á verkstæði. FHG tilheyrir Útilífsborginni sem heyrir undir Menningar- og íþróttasvið Reykjavíkurborgar
Vélaeftirlitsmaður sinnir verkefnum FHG/Útilífsborgarinnar á sviði viðhalds, öryggis- og tæknimála með það að markmiði að umhverfi, búnaður og tæki séu ávalt í eins góðu ásigkomulagi og völ er á. Virkni búnaðar og tækja sé samkvæmt væntingum og að hvorki starfsmönnum, dýrum né gestum stafi hætta af notkun þeirra.
Við leitum að öflugum og úrræðagóðum iðnmenntuðum einstaklingi í fullt starf sem hefur mikinn áhuga á tækni-, véla- og öryggismálum.
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Sjá nánar hér.