Velkomin Fjöður

25.september 2024

Ég er að lesa

Velkomin Fjöður

Nýverið flutti í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn hryssan Fjöður frá Ólafshaga. Fjöður sem er á 18. vetri er móálótt að lit undan Flygli frá Horni I og Glódísi frá Kílhrauni. Hún hefur slegist í hóp hestanna Þyts, jarpleistóttur og Kólfs, jarpvindóttur sem fyrir voru í garðinum.

Sá siður að telja aldur húsdýra í vetrum á sér langa sögu og lengi vel var aldur fólks einnig talinn í vetrum en ekki árum líkt og nú tíðkast. Áður en rómverska tímatalið barst hingað til lands með kirkjunni höfðu Íslendingar komið sér upp eigin tímatali, þar sem árinu var jafn skipt í sumar og vetur. Það hefur líklega þótt nauðsynlegt að hafa eitthvert sameiginlegt tímaviðmið en þessar  samfélagsreglur voru settar við stofnun Alþingis snemma á 10.öld. Þá hófst árið í sumarbyrjun og þá hafi húsdýrin og á tímabili einnig fólk fagnað enn einum vetrinum. Þó svo að rómverska tímatalið sé nú við lýði er sumri jafnan fagnað á fimmtudegi á bilinu 19. til 25. apríl ár hvert  og sömuleiðis kvatt við vetrarbyrjun á laugardegi í lok október.

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.