Víðförull afhjúpaður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

13.júní 2024

Ég er að lesa

Víðförull afhjúpaður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum

Snillingurinn, fyrrum starfsmaður Fjölskyldu- og húsdýragarðsins og nú listamaðurinn Ísleifur Pádraig Friðriksson, hefur ekki setið auðum höndum frá starfslokum.

Meðal þess sem hann hefur verið að fást við síðan hann lét af störfum í garðinum á síðasta ári er smíði risastórrar skeifu. Skeifan er stórkostlegt listaverk sem fengið hefur nafnið „Víðförull – í fótspor feðranna“. Það er samansett úr 2.850 notuðum skeifum sem Ísleifur fékk frá hestafólki víða um land og þaðan er nafn verksins tilkomið enda má ætla að skeifurnar hafi farið vítt og breitt um landið undanfarin ár.

Ísleifur mun afhjúpa verkið fimmtudaginn 13.júní kl. 17 í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum, í námunda við selalaugina.

Víðförull mun svo standa uppi í garðinum næstu daga og áhugasöm eru hvött til að koma í heimsókn og sjá þetta meistaraverk.

 

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.