Memmm býður gestum upp á smiðjur fyrir fjölskyldur í júní og júlí sumarið 2023. Þær verða á miðvikudögum frá kl. 15 til 19 og á laugardögum og sunnudögum frá kl. 13 til 17. Smiðjan er staðsett við hlið rugguskipsins Elliða innst í Fjölskyldugarðinum.
Memmm leggur áherslu á gæða samverustundir fyrir fjölskyldur og á samspil barna og fullorðinna í leik og sköpun. Í smiðjunum verður boðið upp á alls konar náttúrulegan og endurnýttan efnivið og vönduð verkfæri. Hjá Memmm skapast fullkomið tækifæri til sköpunar á flestu því sem hugurinn reikar til.
Fylgjast má með ævintýrum Memmm á Facebook síðu þeirra.