Vorið boðað með komu kiðlinga

26.mars 2025

Ég er að lesa

Vorið boðað með komu kiðlinga

Fyrsti kiðlingur ársins í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum leit dagsins ljós í morgunsárið. Það var huðnan Kolbrá sem var fyrst þegar hún bar myndarlegum hafri og nokkrum tímum síðar bar huðnan Síða myndarlegri huðnu. Faðir þeirra beggja er hafurinn Emil.  Áhugasöm geta kíkt í heimsókn til þessara ofurmyndarlegu vorboða alla daga frá kl. 10 til 17.

Geitur eru meðal fyrstu húsdýra í heiminum en talið er að þær hafi fylgt manninum í 10.000 ár en það er helst mjólk þeirra ásamt ull og kjöti sem er nýtt. Þær eru meðal landnámsdýra á Íslandi, voru fluttar hingað til lands með landnámsfólkinu. Þær hafa verið kallaðar kýr fátæka fólksins enda léttar á fóðrun og plássnettar. Fjöldi þeirra á Íslandi hefur aldrei verið mjög mikill en árið 2021 voru 1.672 geitur sagðar hafa verið á Íslandi.

Efri myndin hér að neðan er af Kolbrá og hafrinum hennar og sú neðri af Síðu og huðnunni hennar.

 

Share this post
Facebook
Twitter
Tengt efni
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.