Fallturninn Ratatoskur kom í garðinn síðla sumars 2018. Nafnið kemur úr norrænni goðafræði, en Ratatoskur er íkorni sem hleypur upp og niður Ask Yggdrasils. Fallturninn tók við af turninum Níðhöggi, sem var kominn til ára sinna. Nýi turninn er 21,6 metrar á hæð og fallhæðin er um 16,5 metrar. Hann nær að hámarki um 2,5 G sem að samsvarar um 24,5 m/s2. Turninn sjálfur vegur um 13 tonn og hann stendur á steypukubbi sem vegur um 120 tonn. Alls eru 3100 led ljós á turninum og hægt er að stjórna hverju og einu fyrir sig.
This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.