Aðgangseyrir og árskort
Elli- og örorkuþegar fá frítt gegn framvísun viðeigandi skírteinis
* Árskortatilboð inniheldur einstaklingskort fyrir tvo fullorðna og fjögur börn undir 18 ára, hægt er að bæta við fleiri einstaklingum gegn gjaldi.
** Með plús á árskorti getur þú boðið einum gesti með í garðinn við hverja komu, hægt er að kaupa fleiri en einn plús.
*** Skiptakort gilda ekki fyrir hópa.
**** Aðgangskort eru ekki innifalin í verði árs- og skiptakorta en sömu plöst (kort) eru notuð í sundlaugum Reykjavíkur, Ylströndinni og Borgarsögusafni. Vilji viðskiptavinur hafa árskort eða skiptakort í sund, Ylströndina og í garðinn á sama korti þarf einungis að greiða gjaldið fyrir aðgangskortið einu sinni. Aðganginn að hverjum stað (sundlaug, Ylströndina og garðinn) þarf þó að greiða sérstaklega fyrir á þeim stöðum. Ef aðgangskort týnist eða glatast þarf viðskiptavinur að kaupa nýtt.
Sjá skilmála ÍTR korta hér.
Valin mönnuð leiktæki verða opin um helgar í september eftir því sem veður og mannafli leyfir.
Mönnuð leiktæki eru lokuð virka daga.
Leiksvæði Fjölskyldugarðsins er opið á opnunartíma garðsins alla daga.
Ekki þarf að greiða sérstaklega fyrir leiktækin
Uppfært þann 27.8. Með fyrirvara um breytingar
Dýradagskrá – Fóðurgjafir og fróðleikur
10:30 – Hreindýr
11:00 – Selir
11:30 – Refir
14:00 – Umhverfisauðgun – staðsetning mismunandi
15:30 – Hreindýr
15:45 – Smádýr og fuglar
16:00 – Selir
16:30 – Nautgripir og svín
Dýradagskrá fyrir veturinn 2025 / 2026 (Frá 1. september til 31.maí)
Með strætó
Strætisvagnar sem stöðva næst garðinum eru vagnar númer 2, 5, og 15 við gatnamót Vegmúla og Suðurlandsbrautar. Stöðin kallast Laugardalshöll.
Með einkabíl.
Garðurinn deilir bílastæði með Skautahöllinni. Bílastæðin þar og víðar um Laugardalinn eru ókeypis.
Á reiðhjólinu eða gangandi
Það liggja reiðhjóla- og göngustígar að Laugardalnum úr öllum áttum. Hjólagrindur eru við innganginn.
Gestum er ekki heimilt að koma með gæludýr sín í garðinn að undanskildum skráðum stilltum hundum á miðvikudögum. Gestum er ekki heimilt að ferðast um garðinn á hjólum, hjólaskautum, hjólabrettum, hlaupahjólum og öðrum slíkum fararskjótum.
Íbúar garðsins eru fleiri en margir halda. Að auki við algengustu húsdýrin finnur þú þar heimskautarefi, minka, hreindýr og seli. Þá er þar nokkur fjöldi framandi dýra.
Leiktæki sem þurfa mönnunar við eru opin alla daga yfir sumarið og um helgar snemma á haustin og vorin. Önnur leiktæki eru opin allt árið. Opið er í dýrahúsunum alla daga allt árið.
Veitingasala Bæjarins Beztu verður opin frá 2. apríl til septemberloka. Nestisaðstaða er góð víða um garðinn og því einnig hægt að koma með nesti. Rafmagnsgrillin í Fjölskyldugarðinum eru opin gestum á opnunartíma.
Í boði eru margvísleg námskeið fyrir leik- og grunnskóla, ýmist í formi leiðsagnar eða með öðrum upplifunum. Við hvetjum kennara til að taka þátt í verkefnum og undirbúa nemendur sína vel fyrir ferðina. Von okkar er að áfram verði unnið með þann fróðleik sem vinnst í garðinum eftir að í skólann er komið.
AÐGANGSEYRIR & ÁRSKORT
DAGSETNING