Húsdýragarðurinn

Ákvörðun um húsdýragarð í Laugardal var tekin í borgarráði Reykjavíkur þann 22.apríl 1986. Markmiðið var að fræða borgarbúa og –gesti um íslensk húsdýr, kynna þeim búskaparhætti og styrkja tengsl milli fólks og dýra. Framkvæmdir hófust árið 1989 og innan árs voru risin sex hús fyrir dýrahald, selalaug grafin, útisvæði fyrir refi, minka og hreindýr gerð auk annarra framkvæmda.

Að auki var vinnustofu Örlygs Sigurðssonar listmálara sem var í húsinu Hafrafelli breytt í skrifstofur og fyrirlestrarsal. Lagt var upp með að hafa rúmlega 20 tegundir dýra sem lifa Íslandi, bæði húsdýr sem og villt dýr. Nokkur dýr hverrar tegundar voru til sýnis og lögð áhersla að sýna sem flesta liti, bæði kyn og afkvæmi þegar þess var kostur.

Davíð Oddsson þáverandi borgarstjóri opnaði Húsdýragarðinn gestum þann 19. maí 1990