Fjölskyldugarðurinn

Það var strax greinilegt að gestir húsdýragarðsins voru ánægðir með þessa nýju viðbót við afþreyingarkosti borgarinnar. Vegna þeirra viðbragða ákváðu borgaryfirvöld að hefjast handa við að undirbúa opnun Fjölskyldugarðs við hlið Húsdýragarðsins. Þar átti að leggja áherslu á annars konar afþreyingu í formi leiktækja í fallegu umhverfi.

Markús Örn Antonsson þáverandi borgarstjóri tók fyrstu skóflustunguna þann 24.ágúst 1991. Fljótlega eftir að framkvæmdir hófust var ákveðið að rekja Fjölskyldugarðinn með Húsdýragarðinum og tengja garðana saman með brúnni Bifröst.

Tæpum tveimur árum eftir fyrstu skóflustunguna eða þann 24. júní 1993 opnaði borgarstjóri nýja garðinn og svæðið kallað Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn.