Fræðslustarf

Allt frá opnun Húsdýragarðsins hefur fræðslustarf verið hornsteinn starfseminnar.

Einkunnarorð garðsins eru að sjá, að læra, að vera, að gera og allt fræðslustarf er byggt í kringum hugmyndafræðina að það sé leikur að læra. Fjöldi námskeiða eru í boði fyrir leik- og grunnskóla auk þess sem starfsfólk miðlar fróðleik til annarra gesta með ýmsum hætti.

Hönnun garðanna tveggja og þá helst Fjölskyldugarðsins var unnin með norrænu goðafræðina og víkingatímabilið að leiðarljósi. Í garðinum er til dæmis að finna víkingaskip, öndvegissúlur og þingstaður sem svipar til þeirra sem talið er að víkingarnir hafi fundað á.