Landselir eru algengasta selategund við strendur Íslands. Fullvaxnir selir eru með stein- eða gulgráa díla á bakinu og ljósgráir á kviðnum. Litur þeirra er þó breytilegur, en hann getur farið eftir aldri, kyni, árstíma og hárafari einstaklinga. Landselir geta verið á kafi í um það bil 30 mínútur í senn og geta kafað á meira en 200 metra dýpi. En þeir vara um helmingi ævi sinnar í hvíld á þurru landi. Talningar á landsel árið 2016 sýndu að það væru um 7.700 dýr við Íslandsstrendur, sem er töluverð fækkun í stofninum sem var um 33.000 dýr árið 1980. Umhverfis- og helbrigðisráðuneytið hefur því samþykkt tillögu um að friða seli á ströndum og í ársósum við Reykjavík.
