Í Húsdýragarðinum eru haldnar skrautdúfur af alls kyns afbrigðum. Allar dúfur eigi sama forföður, bjargdúfuna sem verpur í klettaskútum í grófgert hreiður og sjást oft við bæi og í þéttbýli. Gríðarmikill munur er þó á dúfum sem sjást á torgum stórborga og skrautdúfum sem ræktaðar hafa verið í aldir til þess að ná fram einstökum litaafbrigðum og útliti. Dúfur hafa fylgt manninum í þúsundir ára og verið nýttar til manneldis, póstferða og sem gæludýr. Fyrstu skrautdúfurnar bárust til Íslands með dönskum kaupmönnum á nítjándu öld og hafa verið ræktaðar hér síðan.
