HLUTFALL LEYFILEGS GESTAFJÖLDA
62%
Meðal afbrigða skrautdúfa í garðinum eru parukkur, hojarar, trommarar og nunnur.

Skrautdúfur

Í Húsdýragarðinum eru haldnar skrautdúfur af alls kyns afbrigðum. Allar dúfur eigi sama forföður, bjargdúfuna sem verpur í klettaskútum í grófgert hreiður og sjást oft við bæi og í þéttbýli. Gríðarmikill munur er þó á dúfum sem sjást á torgum stórborga og skrautdúfum sem ræktaðar hafa verið í aldir til þess að ná fram einstökum litaafbrigðum og útliti. Dúfur hafa fylgt manninum í þúsundir ára og verið nýttar til manneldis, póstferða og sem gæludýr. Fyrstu skrautdúfurnar bárust til Íslands með dönskum kaupmönnum á nítjándu öld og hafa verið ræktaðar hér síðan.

Fjölskyldugerð

Karl, kerling og ungi

Fengitími

Allt árið

Fjöldi afkvæma

2-3 ungar

Komutími til Íslands

Á 19.öld

Þyngd

0,4 til 3 kg

Meðgöngutími

12 til 30 dagar

Nytjar

Sendiboðar og gæludýr

Sjá fleiri dýr
Viltu fá fréttir frá okkur!
Fáðu fréttir beint með tölvupósti.