HLUTFALL LEYFILEGS GESTAFJÖLDA
62%
Íslenski hesturinn hefur gjarnan verið kallaður þarfasti þjónninn enda nauðsynlegur til margra verka áður fyrr.

Íslenski hesturinn

Íslenski hesturinn kom til Íslands með landnámsfólkinu og er af mongólskum uppruna, náskyldur norska lynghestinum. Helstu kostir íslenska hestsins er mikið jafnaðargeð, dugnaður og elja. Hann er ekki eins hár í loftinu og önnur hestakyn en er þrátt fyrir það sterkbyggður, heilsuhraustur og veðurþolinn. Íslenski hesturinn býr yfir fimm gangtegundum sem kallast fet, brokk, stökk, tölt og skeið. Hestamennska er vinsælt áhugamál og er stunduð af fólki á öllum aldri. Hlutverk hestsins hefur því breyst frá því að vera helsti faraskjóti fólks á öldum áður í að vera nýttur til útreiða fólki til dægrastyttingar og ánægju. Enn er hesturinn þó nýttur til sveita í smalamennsku og svo hefur verið frá því landnámsfólk nam hér land.

Fjölskyldugerð

Hestur, hryssa og folald

Fengitími

Vor og sumar

Fjöldi afkvæma

1 folald (sjaldan 2)

Komutími til Íslands

Við landnám

Þyngd

350 kg

Meðgöngutími

11 mánuðir

Nytjar

Til útreiða, kjöt, blóð

Sjá fleiri dýr
Viltu fá fréttir frá okkur!
Fáðu fréttir beint með tölvupósti.