Íslensk hreindýr eru afkomendur dýra sem voru flutt til landsins frá norðurhluta Skandinavíu og hafa allt frá því lifað villt hér á landi. Hreindýr eru með hár sem eru hol að innan og einangra því mjög vel. Þau þola til að mynda allt að -40° frost án þess hraða efnaskiptum til að lágmarka hitatap. Þau eru eina tegund hjartardýra þar sem bæði kynin hafa horn. En um 4% dýra í stofninum eru kollótt. Hreindýrin fella hornin einu sinni á ári, tarfarnir þegar fengitíma lýkur seint á haustin og simlurnar þegar kálfarnir fæðast á vorin. Síðan vaxa ný horn í stað þeirra.
