HLUTFALL LEYFILEGS GESTAFJÖLDA
62%
Hreindýr svitna ekki. Til að kæla sig láta þau tunguna lafa út og anda ört, líkt og hundar.

Hreindýr

Íslensk hreindýr eru afkomendur dýra sem voru flutt til landsins frá norðurhluta Skandinavíu og hafa allt frá því lifað villt hér á landi. Hreindýr eru með hár sem eru hol að innan og einangra því mjög vel. Þau þola til að mynda allt að -40° frost án þess hraða efnaskiptum til að lágmarka hitatap. Þau eru eina tegund hjartardýra þar sem bæði kynin hafa horn. En um 4% dýra í stofninum eru kollótt. Hreindýrin fella hornin einu sinni á ári, tarfarnir þegar fengitíma lýkur seint á haustin og simlurnar þegar kálfarnir fæðast á vorin. Síðan vaxa ný horn í stað þeirra.

Fjölskyldugerð

Tarfur, simla og kálfur

Fengitími

Hefst í lok september eða byrjun október, varir í 3-5 vikur

Fjöldi afkvæma

Eitt

Komutími til Íslands

Árið 1771

Þyngd

Tarfur 120-200 kg, kýr 80-100 kg.

Meðgöngutími

Rúmlega sjö mánuðir

Nytjar

Kjöt, feldur og horn

Sjá fleiri dýr
Viltu fá fréttir frá okkur!
Fáðu fréttir beint með tölvupósti.