HLUTFALL LEYFILEGS GESTAFJÖLDA
62%
Talið er að sum refagreni hafi verið í notkun með hléum í mörg hundruð eða jafnvel þúsundir ára.

Heimskautarefur

Heimskautarefurinn er eina spendýrið sem kom ekki með fólki til landsins. Talið er að fyrstu dýrin hafi komið með hingað með hafís í lok seinustu ísaldar, fyrir um 10.000 árum. Tvö megin litaafbrigði af heimskautaref eru í íslenska stofninum, hvítur og mórauður (sem er algengari). Refir lifa í pörum og verja afmarkað heimasvæði, sem kallast óðal fyrir öðrum refum. Þeir leita sér að æti á þessu svæði og merkja það með þvagi. Refaparið hjálpast að við að koma yrðlingum á legg. Einnig kemur fyrir að ein eða fleiri ársgamlar dætur parsins aðstoði þau við að ala upp yngri systkini. Það má því segja að refurinn sé fremur fjölskyldumiðaður að eðlisfari.

Fjölskyldugerð

Steggur, tófa og yrðlingur

Fengitími

Snemma á vorin

Fjöldi afkvæma

Um sex að meðaltali

Komutími til Íslands

Líklegast fyrir um 10.000 árum

Þyngd

3,2–5,8 kg, mismunandi eftir kyni og árstíma

Meðgöngutími

52-53 dagar

Nytjar

Feldur

Sjá fleiri dýr
Viltu fá fréttir frá okkur!
Fáðu fréttir beint með tölvupósti.