Heimskautarefurinn er eina spendýrið sem kom ekki með fólki til landsins. Talið er að fyrstu dýrin hafi komið með hingað með hafís í lok seinustu ísaldar, fyrir um 10.000 árum. Tvö megin litaafbrigði af heimskautaref eru í íslenska stofninum, hvítur og mórauður (sem er algengari). Refir lifa í pörum og verja afmarkað heimasvæði, sem kallast óðal fyrir öðrum refum. Þeir leita sér að æti á þessu svæði og merkja það með þvagi. Refaparið hjálpast að við að koma yrðlingum á legg. Einnig kemur fyrir að ein eða fleiri ársgamlar dætur parsins aðstoði þau við að ala upp yngri systkini. Það má því segja að refurinn sé fremur fjölskyldumiðaður að eðlisfari.
