Minkurinn var fluttur til landsins árið 1931 með því markmiði að rækta hann sem húsdýr og nýta feldinn. Aðeins ári síðar höfðu minkarnir sloppið og það tók um 40 ár fyrir þá að dreifa sér og nú lifir minkur villtir um land allt. Bæli minka eru almennt í nágrenni við ár og vötn, en fiskur er megin uppistaða í fæðu hans. Hann er einnig góður sundkappi, en minkar hafa sundfit á milli tána og geta haldið sér á kafi í allt að mínútu í senn. Minkar eru einfarar að eðlisfari, en sækjast almennt aðeins í félagsskap á fengitímanum.
