Í garðinum má sjá ýmis framandi dýr sem ekki finnast í íslenskri náttúru. Árið 2008 fékk Húsdýragarðurinn leyfi til að flytja inn ýmis skriðdýr til landsins þar á meðal grænkembur, skeggdreka og slöngur. Skriðdýrin voru flutt inn í kjölfarið og fóru formlega í sýningu árið 2011. Markmiðið innflutningsins var að sýna þróun dýra frá fiskum yfir í frosk- og skriðdýr og hvernig breytingarnar hafa orðið. Um tuttugu dýrategundir má finna í garðinum sem koma frá ýmsum heimsálfum. Íbúar eru meðal annars skriðdýr, skjaldbökur, skordýr og froskdýr.
