Kettir Húsdýragarðsins eiga sér samastað í einu útihúsanna en fara sínar eigin leiðir og ómögulegt að vita hvar þeir eru hverju sinni. Kettir fylgdu líklega landnámsfólkinu til landsins á sínum tíma og verkefni þeirra í gegnum árin hafa helst verið að halda músum frá híbýlum manna og dýra og seinna meir eitt algengasta gæludýr fólks. Kettir eru rándýr og talið er að á heimsvísu veiði þeir allt að 1.000 dýrategundir sér til matar.
