HLUTFALL LEYFILEGS GESTAFJÖLDA
62%
Kettir sofa 12 til 16 tíma á dag, það er 60% ævinnar.

Heimilisköttur

Kettir Húsdýragarðsins eiga sér samastað í einu útihúsanna en fara sínar eigin leiðir og ómögulegt að vita hvar þeir eru hverju sinni. Kettir fylgdu líklega landnámsfólkinu til landsins á sínum tíma og verkefni þeirra í gegnum árin hafa helst verið að halda músum frá híbýlum manna og dýra og seinna meir eitt algengasta gæludýr fólks. Kettir eru rándýr og talið er að á heimsvísu veiði þeir allt að 1.000 dýrategundir sér til matar.

Fjölskyldugerð

Högni, læða og kettlingur

Fengitími

Allt árið

Fjöldi afkvæma

3-7 kettlingar

Komutími til Íslands

Með landnámsfólkinu

Þyngd

2-7 kg

Meðgöngutími

58 – 67 dagar

Nytjar

Músafæla og gæludýr

Sjá fleiri dýr
Viltu fá fréttir frá okkur!
Fáðu fréttir beint með tölvupósti.