Eins og mörg önnur dýr sem landnámsfólk Íslands hafði með sér til landsins er íslenska hænan litskrúðug og litasamsetningar eru af ýmsum toga. Þær eru tilbúnar að fara út í hvaða veður sem er og una sér vel ef þær fá að ganga við opið. Íslenska hænan byrjar varp um 5-6 mánaða aldur og verpir vel fram til 3 ára aldur þegar tekur að draga úr varpi. Þær gera þó hlé á varpi síðsumars og fram á haust þegar fiðurskipti eru. Landnámshænan er skyldust ísraelsku Bedúína hænunni en þekkt er að fólk fluttist frá botni Miðjarðarhafs til Norðurlanda fyrir mörgum árum og hefur haft með sér húsdýr.
