HLUTFALL LEYFILEGS GESTAFJÖLDA
62%
Broddur kallast fyrsta mjólkin sem kemur frá kúm eftir burð, hann er nauðsynlegur nýbornum kálfum.

Íslenska kýrin

Íslenska kýrin er fyrst og fremst ræktuð til mjólkurframleiðslu og öll mjólkurframleiðsla í landinu byggist á þessu kyni. Íslenska kýrin býr yfir mikilli litafjölbreytni en er frekar smávaxin miðað við aðrar tegundir. Langflestir íslenskir nautgripir eru kollóttir, það er hafa ekki horn.
Nautgripir eru jórturdýr og eru með fjórskiptan maga. Grasið fer í fyrstu lítt tuggið í vömbina þar sem fæðan malast og hún brotin niður. Þá kemur að jórtrinu þar sem dýrið ælir því sem hún hefur étið upp í munn og tyggur fæðuna aftur. Fínmöluð fæðan berst svo áfram í hin magahólfin þrjú, keppinn, lakann og vinstrið. Þar meltist fæðan enn frekar áður en hún berst í garnirnar.

Fjölskyldugerð

Naut, kýr og kálfur

Fengitími

Allt árið

Fjöldi afkvæma

1 kálfur (sjaldan 2)

Komutími til Íslands
Þyngd

Kýr 450 kg og naut 600 kg.

Meðgöngutími

9 mánuðir

Nytjar

Mjólk, kjöt, húð og horn

Sjá fleiri dýr
Viltu fá fréttir frá okkur!
Fáðu fréttir beint með tölvupósti.